Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Að njóta augnabliksins

Áskorun á sjálfa mig: Taka eftir, njóta, deila. 

Göngutúr meðfram strandlengjunni milli Granda og Gróttu 08.01.2017

Mannfólkinu tók ég sjálfkrafa eftir. Brosti, bauð góðan dag, fékk oftast bros og blítt augnaráð.  Meirihlutinn landar mínir, sem kom skemmtilega á óvart. Ungur maður á bekk með bók og penna. Heilsaði hlýlega.   Framundan  miðaldra kona og maður að mætast, böðuðu arma móti hvort öðru og féllust í faðma um mínútu síðar. Það geislaði af þeim. Mætti þeim, þakkaði þeim. 

Dýralífið á sínum stað. Hundar í bandi, mávar á flugi, ýmsir sjófuglar í briminu. Gæsahópar á grasbölum.  Snéri aftur heim til að ná í brauð handa Gæsunum. Þær urðu hræddar, flögruðu undan mér. Smáfugl á grjótgarðinum, þáði brauðið mitt.  

Sjávarbrimið töfrandi og ógnandi í senn. Öldufryss langt uppá gras sem skildi eftir ýmist sjávarfangið.  Fékk brimöldu yfir mig sem hjúp, án þess að hún snerti mig.  Magnað augnablik sem þrjár ótengdar mannverur upplifðu samtímis.  

Hundaskítur á steini, hjartalaga, eins og tvö fóstur í móðurkviði eða samruni fullorðinna elskenda.   

Þang- stráaþyrping, mandala eða hvirfill.  Listaverk hafs og strandar.  Stofnæða/kransæða líkan omfl.

Dauður rottuungi stuðaði hjartað snöggvast.  Svona er Lífið, endalaus hringrás.  

Þakklát komin heim😊

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Hjördís Árnadóttir
Hjördís Árnadóttir
Mannvera á tímamótum

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband